Kallað eftir tillögum um breytingar á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla
Málsnúmer1701291
MálsaðiliFirst Class ehf.
Tengiliður
Sent tilRegína Ásvaldsdóttir
SendandiGuðný J. Ólafsdóttir
CCSædís Alexía Sigurmundsdóttir
Sent24.01.2017
Viðhengi

 

 

Sendi þetta til kynningar og úrvinnslu.

 

Með góðri kveðju,

Guðný J. Ólafsdóttir

verkefnastjóri

 

 

From: Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla [mailto:bjorgvin@kom.is]
Sent: föstudagur, 20. janúar 2017 11:10
To: Bæjarstjóri <baejarstjori@akranes.is>
Subject: Kallað eftir tillögum um breytingar á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla

 

Having trouble viewing this mail? Click here to view it in your browser.
Make sure that you always get our messages: Add bjorgvin@kom.is to your contacts.

Click here to unsubscribe or update your email address.

http://link.rm0004.net/open/au54xLnowvK4Vww8QsqZPg2/image.gif

 

 

 

20. janúar 2017

 

Í lok árs 2016 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nefnd til að gera "tillögur um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu," eins og segir í erindisbréfi til nefndarmanna.

Tilefni nefndarskipunarinnar er meðal annars áskorun stjórnenda einkarekinna fjölmiðla í byrjun júlí sl. um að stjórnvöld geri "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði".

Nefndarmenn hafa farið yfir efnistök og afmörkun vinnunnar og telja nauðsynlegt að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila sem tengjast rekstri einkarekinna fjölmiðla. Kallað er eftir tillögum um breytingar á íslenskri löggjöf og aðrar aðgerðir sem eiga að stuðla að því markmiði sem kemur fram í erindisbréfi og áskorun til stjórnvalda.

Með bréfi þessu er óskað eftir tillögum frá þínum fjölmiðli. Nefndin mun m.a. nota þau gögn sem hún fær send til að vinna skýrslu um hugsanlegar aðgerðir til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Samandregnar niðurstöður úr innsendum erindum verða birtar í skýrslunni en tillögur verða ekki sundurgreindar eftir miðlum.

Frestur til að skila tillögum til nefndarinnar er til og með þriðjudeginum 7. febrúar 2017. Senda skal tillögur í tölvupósti til formanns nefndarinnar, Björgvins Guðmundssonar, á netfangið bjorgvin@kom.is eða bréfleiðis til menntamálaráðuneytisins merkt nefndinni (nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla).

F.h. nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla,

Björgvin Guðmundsson

Aðrir nefndarmenn eru:

Elfa Ýr Gylfadóttir

Hlynur Ingason

Soffía Haraldsdóttir

Svanbjörn Thoroddssen

 

 

 

 

Bréfið er sent á forsvarsmenn allra fjölmiðla sem voru á skrá hjá Fjölmiðlanefnd 15. janúar 2017.

 

 

 

 

 

 

This email is being sent to baejarstjori@akranes.is.

Bréf þetta er sent forsvarsmönnum fjölmiðla sem skráðir voru hjá Fjölmiðlanefnd 15. janúar 2017. Hér er hægt að afþakka frekari póstsendingar.


This message was sent by First Class - Iceland ' Moaflot 20 ' Reykjavik Gardabaer, 210 IS-210